25.03.2011 16:52

Gullhólmi SH 201, bæði í þoku og án

Í morgun var Gullhólmi SH tekinn upp í Njarðvíkurslipp og tók ég þá myndir þær sem nú birtast, en á fyrstu tveimur er þoka með í leik, en síða braust sólin í gegn og þá tók ég þá síðustu, enda báturinn kominn upp í slipp.


         264. Gullhólmi SH 201 við slippbryggjuna í Njarðvík í morgun og þokan ekki til teljandi vandræða


      Hér er þokan farin að loka fyrir sýn að bátnum, en hann er þarna kominn í sleðann


    264. Gullhólmi SH 201, í Njarðvíkurslipp í hádeginu og þarna hefur sólin brotist í gegn og rekið þokuna burt © myndir Emil Páll, 25. mars 2011