25.03.2011 14:19

Von GK 113 í Keflavík

Í gærmorgun tók ég myndir af bátnum er hann kom til Njarðvíkur og var augljóslega með einhverja bilun í skrúfu, því ekki var siglt mjög hratt. Kom það síðan í ljós að báturinn rak skúrfuna í bryggjuna í Sandgerði og var því tekinn upp í Njarðvíkurslipp í morgun. Fljótt tók þó að gera við því í morgun var báturinn kominn á flot að nýju og tók ég þessar tværi myndir af honum eftir viðkomu í Keflavík.




    2733. Von GK 113, siglir út úr Keflavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 25. mars 2011