23.03.2011 17:00
Guðrún KE 20 og mikill þorskur
Í góða veðrinu í dag tók ég þessa myndasyrpu af einum nýmáluðum og fallegum, sem senn fer á grásleppuveiðar. Hef ég bæði heyrt að hann fari norður fyrir land og eins að hann fari í Breiðafjörðinn, en veit ekki hvort er hið rétta.
Það er af grásleppubátunum að frétta að of mikill þorskur er á miðunum og því veldur það sumum þeirra miklum vanda og eru dæmi um að netin hafi verið svo pökkuð af þorski að skera þurfti á riðlana, svo hægt væri að ná netunum, eða netateinunum inn. Þá sögðu mér sjómenn sem voru í Garðsjó fyrir neðan kirkjuna á Útskálum, að þar hafi verið svo mikill þorskur uppi við yfirborðið, að menn hafi jafnvel gert tilraun til að krækja í fiskinn með hökum.





1621. Guðrún KE 20, í Grófinni í dag © myndir Emil Páll, 23. mars 2011
Það er af grásleppubátunum að frétta að of mikill þorskur er á miðunum og því veldur það sumum þeirra miklum vanda og eru dæmi um að netin hafi verið svo pökkuð af þorski að skera þurfti á riðlana, svo hægt væri að ná netunum, eða netateinunum inn. Þá sögðu mér sjómenn sem voru í Garðsjó fyrir neðan kirkjuna á Útskálum, að þar hafi verið svo mikill þorskur uppi við yfirborðið, að menn hafi jafnvel gert tilraun til að krækja í fiskinn með hökum.





1621. Guðrún KE 20, í Grófinni í dag © myndir Emil Páll, 23. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
