22.03.2011 21:00

Fyrsti Ársæll Sigurðsson GK 320

Í gær birti ég sögu þeirra fjögurra báta sem borið hafa nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320, í máli og myndum. Eins og fram kom er einn þeirra enn í gangi, en sá er 1014. Ársæll ÁR 66. En sá elsti, sem bar nafnið 1943 - 1946, var til sem flak í fjöru í ágúst 2007 er Þorgeir Baldursson tók þessa mynd af flakinu og það merkilega var að enn var vélin þá í bátnum. Hér erum við að tala um bát með skipaskrárnúmeri 332, sem fyrst hét Síðuhallur VE og í lokin  Bjarni Jónsson SK 59.
Stóð skrokkur bátsins í fjörunni við Litla Hvamm á Svalbarðsströnd.

Talandi um Ársæl Sigurðsson GK 320, þá var einn og um leið sá næst yngsti sem bar það nafn, en hann var ekki með í gær. Ástæðan er sú að hann var  Ársæll Sigurðsson II GK 80. Hann hafði skipaskrárnúmerið 15 og var nýlega um hann getið hér á síðunni sem Hrauney VE 80.


     Þessi hét síðast 332. Bjarni Jónsson SK 59, en fyrst þ.e. árið 1926 Síðuhallur VE og á árinu 1943 varð hann sá fyrsti til að bera nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320 © mynd Þorgeir Baldursson, í ágúst 2007