22.03.2011 15:05

Ótrúlegt kæruleysi

Í hvert skipti sem mikil fjara eru leggjast tveir trébátar Lena ÍS 61 og Álftafell ÁR 100 á botninn i höfninni. Sá síðarnefndi leggst fyrst á hælinn og síðan meira, en sá er hvort sem er nánast ónýtur, a.m.k. hafa eigendur hans gert lítið til að fylgjast með honum. Ekki er það betra með hinn, sem eins og sést á myndunum leggst á aðra síðuna.
Báðir hljóta þessir bátar að enda með því að koma ekki aftur upp, því varla getur trébátur þolað þetta endalaust og því segi ég þetta vera mikið kæruleysi viðkomandi eigenda, því leikurinn endurtekur sig í hvert sinn sem stórsteymsfjara er.








    1396. Lena ÍS 61, í Njarðvíkurhöfn á fjörunni í dag © myndir Emil Páll, 22. mars 2011