21.03.2011 22:21

Mottu-mars í fullum gangi

Mottu-mars er yfirskrift mánaðarlangs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein sem hófst formlega 1. mars þegar úrvalslið allra helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skoruðu á hvert annað í mottukeppni - söfnun yfirvaraskeggs. Í Grindavík eru aðeins skráð þrjú lið til leiks. Áhöfnin á Gísla Súrssyni lætur ekki sitt eftir liggja en hún hefur safnað hvorki meira né minna en 131.000 kr.


  Áhöfnin á Gísla Súrssyni © mynd af vefnum grindavik.is

Frekar hafa fáar fréttir birts af áhöfnum sem tekið hafa þátt í átaki þessu, þó var búið að biðja mig um að mynda eina áhöfn, er einn skipverja lét skyndilega raka sig og því féll þetta um sjálft sig.