21.03.2011 21:00
Ársæll Sigurðsson GK 320 - saga 4ra alnafna
Síðdegis í dag lofaði ég Guðni Ölverssyni í Noregi að finna þá báta sem borið hafa nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320 og hér koma þeir, þ.e. saga þeirra og myndir af þeim á einhverju stigi, hverjum fyrir sig.
332. Hallur SU 508 © mynd Guðrún og Ragnar, Hallgrímshúsi
Smíðaður í Reykjavík 1926. Talinn ónýtur 31. des. 1965.
Síðustu árin sem báturinn var í gangi, var hann í umsjón og notkun fyrir Karl Friðriksson, Akureyri. Báturinn var um tíma uppi á landi í Sandgerðisbót á Akureyri, en síðan dreginn í fjöruna við Litla Hvamm á Svalbarðsströnd. Ætlunin var að báturinn gæti þjónað sem bryggja og skjólgarður. Skrokkur bátsins var ótrúlega heill og Caterpillar vélin var enn í honum í ágúst 2007.
Nöfn: Síðuhallur VE 235, Hallur SU 508, Ársæll Sigurðsson GK 320 (1943 - 1946) og Bjarni Jónsson SK 59

885. Víkingur RE 240 © myndir Snorrason
Smíðaður í Innri-Njarðvík 1946. Sökk í Faxaflóa 14. júlí 1978.
Nöfn: Ársæll Sigurðsson GK 320 ( 1946 - 1958), Hrafn Sveinbjarnarson II GK 205, Víkingur RE 240, Gullfaxi VE 102 og Gullfaxi SH 125

290. Ársæll Sigurðsson GK 320 © myndir Snorrason
Smíðaður í Rödvig, Danmörku 1946
Talinn ónýtur og tekinn af skrá 26. sept. 1985. Sökkt í Halldórsgjá, NV af Stóra-Enni við Vestmannaeyjar
Nöfn: Dagur RE 71, Ársæll Sigurðsson GK 320 (1955 - 1964), Sigurjón Arnlaugsson GK 16 og Þórir VE 16
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320 © mynd Snorrason
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320, nýkominn til Hafnarfjarðar © mynd Jón Páll
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320, í Njarðvík © mynd Emil Páll
Þessi bar nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320 á árunum 1966 - 1970. Saga hans var birt hér á síðunni í dag undir nafninu Ársæll ÁR 66.
