21.03.2011 08:40
Dóri GK: Eitt skrúfublað skemmt
Eins og ég sagði frá á laugardag tók Dóri GK 42 niðri í Sandgerðishöfn þá um morguninn. Í framhaldi af skoðun kafara var báturinn tekinn upp í slipp í Njarðvík í morgun. Mun eitt skrúfublað hafa skemmst, þannig að báturinn nær ekki fullum gangi. Hér birti ég myndir sem teknar voru rétt fyrir kl. 8 í morgun af bátnum er hann beið fyrir utan slippinn og síðan af honum kominn upp í slipp, rúmlega 8 i morgun




2622. Dóri GK 42. Tvær efri myndirnar eru teknar fyrir kl. 8 í morgun er hann beið eftir að verða tekinn upp og hinar skömmu eftir 8, en þeir voru fljótir að taka hann upp © myndir Emil Páll, 21. mars 2011




2622. Dóri GK 42. Tvær efri myndirnar eru teknar fyrir kl. 8 í morgun er hann beið eftir að verða tekinn upp og hinar skömmu eftir 8, en þeir voru fljótir að taka hann upp © myndir Emil Páll, 21. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
