21.03.2011 20:00

Hvanney SF 51 og Skinney SF 20


          2403. Hvanney SF 51 og 2732. Skinney SF 20 © mynd Hilmar Bragason

Skinney er systurskip Þóris og smíðaðir fyrir fáum árum í Taiwan

2403. er smíaður hjá Huaqpu Shipyard í Gunanqzhou, Kína árið 2001. Smíðasamningur var undirritaður í október 1999. Skipið var sjósett í nóvemberlok 2000 og kom til heimahafnar í Keflavík 7. september 2001 og þar gefið formlegt nafn 8. september 2001. Vegna bilanna og endurbóta hófst útgerð hans þó ekki fyrr en 15. október 2001.

Gerður út sem Happasæll fram að sjómannadegi 5. júní 2004 og þá tekinn upp í Njarðvikurslipp á mánudeginum 7. júní og kom niður þann 20. undir nýju nafni Hvanney og fór frá Njarðvik til Hafnarfjarðar 29. júní 2004 þar sem skipinu var breytt fyrir troll- og dragnótaveiðar, auk netaveiða. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Hornafirði, þriðjudaginn 5. október 2004

Nöfn Happasæll KE 94 og núverandi nafn: Hvanney SF 51