21.03.2011 12:35

Fjölnir SU 57


                               237. Fjölnir SU 57 © mynd Hilmar Bragason

Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S í Sandefjord, Noregi 1963. Kom til Dalvíkur 3. feb. 1964.  Lengdur Noregi 1966.

Strandaði á Loftstaðafjöru austan Stokkseyrar 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þremur vikum síðar og var tekinn í  slipp til viðgerðar. Var það Björgun h.f. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að björgun væri vonlaus og ætluðu Samvinnutryggingar að borga bátinn út.

Aftur strandaði báturinn og nú á Hvalbak 29. jan. 1973 og náðist mikið skemmdur út og var endurbyggður í Dráttarbrautinni á Neskaupstað.

Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf. 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur síðan hjá Astilleros Pasajes, San Sebastian, Spáni , sumarið 1999. Veltutankur settur í skipið í Skipasmíðastöð  Njarðvikur vorið 2007.

Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50, Fjölnir GK 50 og núverandi nafn: Fjölnir SU 57