20.03.2011 21:06

Flóðbylgjan nálgast skipið óðfluga

dv.is:

Hér er myndband af flóðbylgju sem skall á strönd Japans eftir jarðskjálftann mikla fyrir rúmri viku. Hér sést hvernig skip siglir yfir flóðbylgjuna en fyrsta flóðbylgjan hafði þá skollið á strandlengju Japans. Það er vægast sagt magnað að sjá flóðbylgjuna með augum áhafnar þessa skips og er myndbandið með eitt mesta áhorfið á vef YouTube.