20.03.2011 20:15

Tvær alnöfnur: Freyja GK 364


     426. Freyja GK 364 og 1209. Freyja GK 364 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í maí 1982. Hér er sá stærri að taka við hlutverki eikarbátsins, en ekki er búið að umskrá þann minni. Raunar fékk sá litli nafnið Pólstjarnar KE 3, en sá stærri bar það sama nafn áður.

Saga beggja bátanna er þessi:

426.:
Smíðaður í Gilleleje, Danmörku árið 1958.

Brann og sökk út af Meðallandi 25. maí 1982.

Nöfn: Freyja ÍS 364, Freyja GK 364, Pólstjarnan KE 3 og Jóhanna Magnúsdóttir RE 74

1209.:
Smíðanúmer 45 hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, á Ísafirði, árið 1972. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 2. mars 1972. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf., á Seyðisfirði 1988.

Úrelding samþykkt í sept. 1994. Seldur úr landi til Írlands 20. des. 1994 og þaðan seldur 2004 til Króatíu.

Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 3, Freyja GK 364, Freyja SO ??? (Írland), Kelly J. (Írland) og Keli (Króatíu)