20.03.2011 17:00

Sæbjörg


                               229. Sæbjörg © mynd Snorrason

Smíðanúmer 107 hjá Aalborg Værft, Aalborg, Danmörku 1951.

Skipið var varðskip, síðar skóla- og björgunarskip, en eftir það hófst furðulegur þáttur með skipið. Raunar hófst þetta áður en það varð skólaskip, því einstaklingar eignuðust ksipið og ætluðu að græða á endursölu þess, en fenguð það þó í raun aldrei í hendurnar. Ríkissjóður seldi síðan Slysavarnafélaginu skipið á 1000 kr.
Eftir að það hætt sem skólaskip stóð til að gera úr því fljótandi hótel og veitingahús, staðsett í Húsavíkurhöfn, en vegna aðstöðuleysis á Húsavík var það fært til Hafnarfjarðar 11. nóv. 1999 og síðan til Reykjavíkur 27. júní 2001.
Þá var tekin ákvörðun um að nota það sem diskótek við Ibiza og síðar sem safn um þorskastríðið í Skotlandi.
Skipið er það fyrsta í heiminum sem hlýtur gyllingu með vörubílalakki, en það var gert í Reykjavíkurhöfn 2002.
Ekkert varð úr þessum áformum og síðar var það notað í kvikmyndagerð í Hvalfirði og að lokum lagt við bryggjuna í Gufunesi, þar sem lítil prýði er af þessu fræga skipi.

Nöfn: Þór, Sæbjörg og Thor og leikaranafnið Hrefna