20.03.2011 14:00
Erlingur GK 212

78. Erlingur GK 212 © mynd Snorrason
Einn hinna svo nefndu tappatogara frá Stralsundi, Austur-Þýskalandi 1959. Var fyrst fiskiskip, síðar hafrannsóknarskip og aftur fiskiskip.
Þetta skip er sá eini af þeim 12 systurskipum sem enn er til hér á landi.
Smíðanúmer 410 hjá V.E.B. Volkswert Stralsund. Yfirbyggður 1979. Endurbyggður á Ísafirði 1986.
Komst á spjöld sögunnar er hann í janúar 1999 var gerður út kvótalaust til þess eins að fá á sig dóm.
Seldur úr landi til niðurrifs í Esbjerg Danmörku í júní 2008, en fór aldrei.
Nöfn: Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212, Vatneyri BA 328 og núverandi nafn: Ísborg ÍS 250
Skrifað af Emil Páli
