20.03.2011 16:00
Albert Ólafsson KE 39

256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Pétur Waldorff Karlsson

256. Albert Ólafsson KE 39, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 76 hjá Flekkefjord Slipp & Maskifabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1964, eftir teikningu Sig. Þór. Yfirbyggður við bryggju í Sandgerði 1976 og var þó fyrsta skipið sem Vélsmiðjan Hörður byggði yfir. Breytt og lengdur í Dröfn, Hafnarfirði 1992.
Eigendur Alberts Ólafssonar KE 39 skráðu bátinn um tíma með HF númeri og heimahöfn í Hafnarfirði í mótmælaskyni við Kristján Gunnarsson formann VSFK og aðra ráðamenn í Keflavík.
Nöfn: Ólafur Friðbertsson ÍS 34, Albert Ólafsson KE 39, Albert Ólafsson HF 39 og aftur Albert Ólafsson KE 39, Kristrún RE 177 og núverandi nafn er Kristrún II RE 477
Skrifað af Emil Páli
