20.03.2011 16:00

Albert Ólafsson KE 39


                      256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Pétur Waldorff Karlsson


         256. Albert Ólafsson KE 39, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 76 hjá Flekkefjord Slipp & Maskifabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1964, eftir teikningu Sig. Þór.  Yfirbyggður við bryggju í Sandgerði 1976 og var þó fyrsta skipið sem Vélsmiðjan Hörður byggði yfir. Breytt og lengdur í Dröfn, Hafnarfirði 1992.

Eigendur Alberts Ólafssonar KE 39 skráðu bátinn um tíma með HF númeri og heimahöfn í Hafnarfirði í mótmælaskyni við Kristján Gunnarsson formann VSFK og aðra ráðamenn í Keflavík.

Nöfn:  Ólafur Friðbertsson ÍS 34, Albert Ólafsson KE 39, Albert Ólafsson HF 39 og aftur Albert Ólafsson KE 39, Kristrún RE 177 og núverandi nafn er Kristrún II RE 477