20.03.2011 09:26

Þjótur hjálpar Oratank

Danska lýssiskipið Oratank var frá Greena, en saga Þjóts kemur fram undir myndunum, svo og umsögn um togarana tvo sem sjást einnig á myndinni.


    Danska lýsisskipið Oratank, 2052. Þjótur, 1471. Ólafur Jónsson GK 404 og 1342. Sveinn Jónsson KE 9, á Akranesi vorið 2000


         2052. Þjótur dregur Oratank út höfnina © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Báðir togararnir og hafnsögubáturinn eru enn til, en saga þeirra kemur fram hér:

1342. Sveinn Jónsson KE 9
Smíðanúmer 53 hjá Storviks,  Mek. Verksted A/S, Kristjansund, Noregi 1973. Var komið með nafn þegar það var keypt hingað til lands.
Selt til Cape Town í Suður-Afríku í júní 2006 og er þar til ennþá.
Nöfn: Afford, Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9 og núverandi nafn: Sveinn Jónsson OTA-747-D  (Stutt er síðan ég birti hér nákvæmari og meiri sögu þessa togara, hér á síðunni)


1471. Ólafur Jónsson GK 404
Smíðanúmer B/402/1 hjá Stocznia im. Komuny, Paryskiney,  Gdynia Póllandi 1976. Lengdur í Póllandi 1989.
Seldur út landi til Rússlands í ágúst 1998 með heimahöfn í Murmansk, en landar þó reglulega í Hafnarfirði.
Nöfn: Ólafur Jónsson GK 404 og Viking

2052. Þjótur
Smíðaður á Akranesi 1990 og hefur alltaf borið sama nafnið.