19.03.2011 19:00

Dóri GK 42 tók niðri

Dóri GK 42 tók niðri í nótt eða morgun í Sandgerðishöfn rétt áður en hann fór til veiða. Óttast er að einhverjar skemmdir hafi orðið á skrúfu bátsins. Síðast er ég frétti stóð til að kafari myndi skoða bátinn, eftir að hann kom í land aftur.




       2622.  Dóri GK 42, eftir að hafa landað síðdegis í Sandgerði í dag og var að færa sig til í höfninni © mynd Emil Páll, 19. mars 2011