|
Í Skessuhorni í morgun ef fjallað um þá stöðu sem komin er upp varðandi sölu á loðnuhrognum og hvalafurðum í Japan í kjölfar hörmungan þar, svo og stöðuna í hvalamálum almennt.
Varðandi hvalamálin kemur eftirfarandi fram: Leyfð verður álíka mikil veiði hrefnu og langreyða á komandi sumri og því síðasta. Leyfð verður veiði 154 langreyða, fjórum fleiri en á síðustu vertíð, og hrefnurnar eru 216 talsins, 16 fleiri en í fyrra. Þetta er samkvæmt þeirri veiðiráðgjöf sem Hafrannsóknarstofnun gaf út fyrir um ári, fyrir árin 2010-2012. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að væntanlega verði þessi ráðgjöf látin gilda fyrir þetta ár eins og það síðasta. Aðeins vantaði tvær langreyðar upp á að allur kvóti síðasta árs veiddist, en 148 komu til vinnslu í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Minna veiddist af hrefnunni á síðustu vertíð, aðeins 60 dýr.
Óvissan varðandi Japan
|
|
Gunnfríður Elín segir að þessa dagana sé vel fylgst með stöðu mála í Japan, sem er eitt mikilvægasta markaðssvæði í heiminum fyrir mikinn hluta sjávarafurða. Eins og komið hefur fram í fréttum er mikil óvissa með sölu á frystum loðnuhrognum. Gunnfríður segir að líkt sé á komið með sölu á hvalaafurðum, eins og málin standa sé mikil óvissa í sambandi við markaðsmálin í Japan. |