18.03.2011 11:51

Stefnir í mestu sókn á grásleppuveiðar í sögunni


Skessuhorn, 18. mars 2011
 

"Það er greinilegt að menn ætla að taka vertíðina í fyrra aftur, slík verður sóknin greinilega á grásleppuvertíðina núna. Annars eru fáir farnir á veiðar, það gerir þetta ótrúlega veðurfar og ölduhæð sem verið hefur við landið núna í langan tíma, menn muna varla annað eins. Ég var að tala við mann fyrir vestan í vikunni og þá var ölduhæðin fyrir utan fjörðinn 11 metrar," segir Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátasjómanna í samtali við Skessuhorn. Grásleppuveiðimenn máttu leggja net sín á flestum veiðisvæðum við landið 10. mars sl. en vertíðin byrjaði aðeins seinna á Norðausturlandi. Grásleppuveiðar innan línu í Breiðafirðinum hefjast ekki fyrr en 20. maí, það er línu frá Krossnesvita við Grundarfjörð yfir að Lambanesi á Barðaströnd. Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast í áratugi vegna samkomulags við æðarbændur á svæðinu