16.03.2011 14:13
Hraunsey VE 80 með fullfermi af loðnu

15. Hrauney VE 80, að landa loðnu í Vestmannaeyjum, árið 1972 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
Áður en ég tengdist persónulega ákveðinni útgerðarfjölskyldu í Eyjum, hélt ég mjög upp á þennan bát og teiknaði margar myndir af honum, auk þess að smíða leikfangabát með hann sem fyrirsætu. En hvað um það saga þessa báts er í stuttu máli svohljóðandi:
Smíðaður í Fredriksund, Danmörku 1962 úr eik og mældist í upphafi 105 tonn, en var síðan mældur niður, árið 1972 í 87 tonn.
Talinn ónýtur og tekinn af skrá 14. des. 1981.
Nöfn: Ársæll Sigurðsson II GK 80. Hraunsey VE 80 og Sæhrímnir ÍS 100
Skrifað af Emil Páli
