15.03.2011 09:04

Málmey SK 1 og Freri RE 73

Heldur fækkaði þeim togurum sem voru í vari hér fyrir utan Keflavík í morgun, en það stafar að því að sumir færðu sig til, en þó fóru fleiri inn til hafnar. Þó voru fimm togarar í vari á Stakksfirði og birti ég nú myndir af tveimur þeirra, sem voru það langt frá í gær að ég náði þeim ekki, en náði myndum, ef myndir er hægt að kalla af þeim í morgun á milli élja.
Þeir sem voru á Stakksfirði í morgun eru: Freri RE 73, Arnar HU 1, Barði NK 120, Málmey SK 1 og Hrafn GK 111


                                                    1833. Málmey SK 1


                           1345. Freri RE 73 © myndir Emil Páll, 15. mars 2011