14.03.2011 17:31
Ætlaði Arnar HU í Grófina?
Í morgun voru stanslausar hringingar til mín til að segja mér að togarinn Arnar HU væri nánast kominn að innsiglingunni í Grófina. Þar sem ég var upptekin við annað komst ég ekki strax á staðinn og ekki fyrr en togarinn var aðeins kominn frá Grófinni, en engu að síður inni á Keflavíkinni og tók ég myndir af því.
Erindi togarans var að senda tuðru frá sér inn í Gróf til að ná í viðgerðarmann sem fór um borð og síðdegis sótti síðan lóðsbáturinn Auðunn manninn frá borði.
Birti ég nú myndasyrpu af togaranum á Keflavíkinni og svo einni mynd af því þegar Auðunn er á leið út í togarann að sækja manninn.



2265. Arnar HU 1, inni á Keflavíkinni í mogun og er Hólmsbergið í baksýn

2043. Auðunn á leið út í 2265. Arnar HU 1, síðdegis í dag © myndir Emil Páll, 14. mars 2011
Erindi togarans var að senda tuðru frá sér inn í Gróf til að ná í viðgerðarmann sem fór um borð og síðdegis sótti síðan lóðsbáturinn Auðunn manninn frá borði.
Birti ég nú myndasyrpu af togaranum á Keflavíkinni og svo einni mynd af því þegar Auðunn er á leið út í togarann að sækja manninn.



2265. Arnar HU 1, inni á Keflavíkinni í mogun og er Hólmsbergið í baksýn

2043. Auðunn á leið út í 2265. Arnar HU 1, síðdegis í dag © myndir Emil Páll, 14. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
