14.03.2011 14:40
Eldur í Fylki KE 102
Þann 8. mars sl. sagði ég frá því að eldur hafi kviknað þá um nóttina um borð í Sturlu GK 12 fið bryggju Í grindavík og ekki hafi neinn orðið eldsins var fyrr en komið var um borð að morgni. Nú er komið í ljós að þessa sömu nótt kom upp eldur í öðru skipi við bryggju á Suðurnesjum, en þar var um að ræða Fylki KE 102, sem lá í Grófinni. Eins og með Sturlu varð enginn var við eldinn um nóttina og slokknaði hann að sjáfum sér, sökum súrefnisskorts og því var slökkvilið aldrei kallað á vettvang.
Eldurinn í Fylki uppgötvaðist er eigandi bátsins kom um borð morguninn eftir og er ljóst að hann hefur komið upp við reykrörið og eru töluverðar skemmdir á bátnum. Hafa tækin verið flutt í land þar sem verið er að skoða hvort hægt er að bjarga þeim, eða hvort kaupa verði ný. Þá hafa í allan dag unnið hreingerningaflokkur við að þrífa bátinn, en stefnt er að koma honum sem fyrst á grásleppuveiðar og munu frekari viðgerðir því bíða, en þó verður að þrifa og gera við tækin.
Eigandi bátsins Gísli Garðarsson hefur lánað mér myndir sem hann tók af skemmdunum og birti ég þær hér með, auk mynda sem ég tók í morgun af bátnum og bílaflota hreingerningahópsins í Grófinni.





Eins og sést á þessum myndum er bæði um að ræða bruna- og sótskemmdir í bátnum © myndir Gísli Garðarsson
1914. Fylkir KE 102, í Grófinni í morgun 
Þrír af fjórum bílum hreingerningafyrirtækisins,sem voru í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 14. mars 2011
