Bjarni Sæmundsson treysti sér ekki að leggja að bryggju í Siglufirði í morgun. mbl.is/Sigurður Ægisson Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Bjarni Sæmundsson, neyddist til að hætta við að leggja að bryggju á Siglufirði í morgun vegna veðurs. Skipið ætlaði að landa afla sem skipið hafði fengið í leiðangri norður af landinu. Skipið snéri hins vegar frá bryggju vegna veðurs og ölduhæðar og lónar nú úti fyrir ströndinni. Mjög vont sjóveður hefur verið við landið síðan í gær og horfur eru á áframhaldandi brælu."/>

14.03.2011 13:06

Hætti við að sigla inn í höfnina

mbl.is:

Bjarni Sæmundsson treysti sér ekki að leggja að bryggju í Siglufirði í morgun. stækka

Bjarni Sæmundsson treysti sér ekki að leggja að bryggju í Siglufirði í morgun. mbl.is/Sigurður Ægisson

Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Bjarni Sæmundsson, neyddist til að hætta við að leggja að bryggju á Siglufirði í morgun vegna veðurs.

Skipið ætlaði að landa afla sem skipið hafði fengið í leiðangri norður af landinu. Skipið snéri hins vegar frá bryggju vegna veðurs og ölduhæðar og lónar nú úti fyrir ströndinni.

Mjög vont sjóveður hefur verið við landið síðan í gær og horfur eru á áframhaldandi brælu.