13.03.2011 16:02
Stundar Fiskistofa einelti?
Nokkrir sjómenn og menn sem fylgjast með höfnum, hafa vakið athygli mína á að undanfarið hafi eftirlitsmenn Fiskistofu, nánast lagt báta er landa hjá sama aðila hér syðra, í einelti. Virðist alveg vera sama hvenær þeir koma að landi, alltaf eru eftirlitsmennirnir á staðnum, Sama á ekki við um báta frá öðrum útgerðum, þeir eru yfirleitt lausir við þessa eftirlitsmenn, a.m.k. koma þeir ekki við hverja löndun, eins og þegar umræddir bátar eiga hlut að máli.
Það sem vekur þó enn meiri furðu, að það virðist ekki vera skorið niður varðandi eftirlit þessarar ríkisstofnunar og telja margir að nær væri að þeir peningar sem færu í þennan rekstur færi t.d. til lögreglunnar. En talandi um lögreglunna þá kalla eftirlitsmenn í hana hvernær sem þeim dettur í hug og þrátt fyrir þröngan efnahag lögreglu þarf hún alltaf að mæta þegar Fiskistofa kallar.
Þessar myndir sem nú birtist tók ég í Njarðvíkurhöfn í dag, þar sem tveir eftirlitsmenn Fiskistofu voru mættir á staðinn og svona hefur þetta verið nú, svo vikum ef ekki mánuðum skiptir.

Bifreið Fiskistofu á staðnum

Annar eftirlitsmannana gengur til bifreiðar frá bátnum

Hinn fylgist vel með

Meðan annar situr í bílnum og fylgist með þaðan er hinn á bryggjunni eins og sést á þessari mynd © myndir Emil Páll, 13. mars 2011
Það sem vekur þó enn meiri furðu, að það virðist ekki vera skorið niður varðandi eftirlit þessarar ríkisstofnunar og telja margir að nær væri að þeir peningar sem færu í þennan rekstur færi t.d. til lögreglunnar. En talandi um lögreglunna þá kalla eftirlitsmenn í hana hvernær sem þeim dettur í hug og þrátt fyrir þröngan efnahag lögreglu þarf hún alltaf að mæta þegar Fiskistofa kallar.
Þessar myndir sem nú birtist tók ég í Njarðvíkurhöfn í dag, þar sem tveir eftirlitsmenn Fiskistofu voru mættir á staðinn og svona hefur þetta verið nú, svo vikum ef ekki mánuðum skiptir.

Bifreið Fiskistofu á staðnum

Annar eftirlitsmannana gengur til bifreiðar frá bátnum

Hinn fylgist vel með

Meðan annar situr í bílnum og fylgist með þaðan er hinn á bryggjunni eins og sést á þessari mynd © myndir Emil Páll, 13. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
