13.03.2011 14:00

Enn loðna: Vilhelm Þ í Helguvík og Hákon á Stakksfirði

Þó almennt sé talað um að loðnuvertíðinni sé lokið og ákveðin vefmiðill hafi fullyrt fyrir tveimur dögum að löndun væri lokið í Helguvík, er svo ekki. Skömmu fyrir miðnætti í nótt kom Vilhelm Þorsteinsson EA 11 í Helguvík og var þar ennþá nú fyrir stuttu. Áður en þó eftir að umrædd frétt birtist landaði Hákon þar og spurningin er hvort hann landi aftur nú hratinu, þegar skipverjarnir á honum hafi lokið við vinnslu sem þeir eru að stunda úti á Stakksfirði þessa stundina.

Hér kemur smá syrpa af þeim báðum sem tekin var núna áðan og verður kannski sú síðasta sem tekin er af þeim þessa vertíðina, en ég á eftir að birta fleiri myndir af loðnuveiðunum frá Svafari og koma þær inn í dag og næstu daga.








        2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 í Helguvík í dag, Framan við stefnið á neðstu myndinni má sjá grilla í 2407. Hákon EA 148, þar sem hann liggur úti á Stakksfirði




      2407. Hákon EA 148, á Stakksfirði í dag við vinnslu á loðnu © myndir Emil Páll, 13. mars 2011