13.03.2011 12:00

Sjagaklettur ex Dala Rafn, Sindri og Skinney, komin á sölulistan í Fornaes

Þessi togari sem gerður var út í 27 ár á Íslandi og síðan í 8 ár í Færeyjum var 10. mars sl. settur á sölulistann hjá Fornaes í Danmörku. Þar með er hægt að kaupa bæði skipið, svo og ýmsa hluti úr því, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins, en þaðan eru þessar myndir sem hér birtast.




  Sjagaklettur TG 102, kominn til Fornaes í Danmörku © mynd af heimasíðu Fornaes.dk

Hér á landi bar togarinn þessi nöfn: 1433. Skinney SF 20, Sindri VE 60 og Dala Rafn VE 508, seldur til Færeyja í des. 2002, þar sem hann hét fyrst Dala Rafn og síðan Sjagaklettur TG 102, dreginn síðan í brotajárn í jan. sl
.