11.03.2011 21:16

Frá DUUS húsi

Jæja þá er komið að FYRSTA OG FLOTTASTA B&B matarhittingi og BALLI...í samvinnu við einhleypa á suðurnesjum og félagsvist fyrir einhleypa.

Dyrnar á Duus Hus Keflavík opna kl 19.00 fyrir matargesti þar sem boðið verður upp á indverskt þema, og svo mun ballið byrjar á fullu trukki kl 23.00 þar sem hljómsveit hússins leikur af fingrum fram fram eftir nóttu.

Verð fyrir mat og ball er 2500 krónur (náttúrulega bara djók) og fyrir ballgesti (sem koma þá svangir) 1500 krónur.
Ef áhugi er fyrir hendi væri hægt að ath með taxa á góðu verði fyrir grúbbur/vinahópa sem ætla ekki að klikka á þessu frábæra kvöldi..

Allar nánari uppl. er hægt að fá hjá hinni frábæru Margréti Óskarsdóttur sem er orkuboltinn sem kom með þessa hugmynd og hrinti henni í framkvæmd.
Þið finnið hana hér á síðunni....

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.. með bros á vör.