11.03.2011 23:00
Höfrungur AK 91


1413. Höfrungur AK 91 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
Smíðanúmer 620 hjá Baatservise Verft A/S, Mandal Noregi 1975. Átti að verða sá síðasti í röðinni af fjórum raðsmíðaskipum fyrir íslendinga, en hin voru Skarðsvík SH, Gullberg VE og Huginn VE. Þrátt fyrir smíðanúmer fór svo að þetta skip kom á undan Skarðsvíkinni hingað til lands.
Kom í fyrsta sinn til Akraness 20. feb. 1975 og landaði sínum fyrsta farmi (síld) í Reykjavík 26. sama mánaðar.
Yfirbyggður og lengdur 1977. Lengdur aftur 1988.
Nöfn: Árni Sigurður AK 370, Sigurfari AK 95, Höfrungur AK 91, Arnþór EA 116, Arnþór EA 16 og Harpa VE 25.
Seldur til Danmerkur í brotajárn í júní 2005.
Skrifað af Emil Páli
