11.03.2011 12:12

Sveinn Jónsson KE 9

Togari þessi var í raun fyrsti skuttogari Suðurnesjamanna og kom til Njarðvíkur 14. nóv. 1973. Nánar er fjallað um sögu hans fyrir neðan myndirnar.






   1342. Sveinn Jónsson, á sjómannadaginn á Akranesi sennilega 1996 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Smíðanúmer 53 hjá Storviks, Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1973.  Seldur úr landi til Höfðaborgar í Suður-Afríku í júní 2000 og hefur þar haldið nafni sínu

Sjöstjarnan hf., gekk inn í kaup tögarans er honum hafði nýlega verið gefið nafn og voru því í raun fyrstu útgerðaraðilar og eigendur hans. Kom togarinn sem Dagstjarnan fyrst til Njarðvíkur 14. nóv. 1973 og var þá fyrsti skuttogari Suðurnesja.

Nöfn: Afford, Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9 og núverandi nafn: Sveinn Jónsson OTA-747-D með heimahöfn í Cape Town.