10.03.2011 18:07
Ósk KE 5 á leið til Eyja - leitar að minni bát í staðinn
Í þessum skrifuðum orðum er Ósk KE 5 nýfarin frá Njarðvík á leið til Vestmannaeyja og kominn út undir Leiru. För hennar er í framhaldi af sölu til Vestmannaeyja.
Að sögn Einars Magnússonar var vonlaust að reka kvótalausan bátinn og því tók hann góðu tilboði, en er jafnframt farinn að líta í kring um sig eftir minni bát, t.d. til skötuselsveiða. Áfram á Einar, bátinn Sævar KE 15, sem er m.a. þjónustubátur fyrir kræklingaeldi sem hann rekur.

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll
Að sögn Einars Magnússonar var vonlaust að reka kvótalausan bátinn og því tók hann góðu tilboði, en er jafnframt farinn að líta í kring um sig eftir minni bát, t.d. til skötuselsveiða. Áfram á Einar, bátinn Sævar KE 15, sem er m.a. þjónustubátur fyrir kræklingaeldi sem hann rekur.

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
