09.03.2011 09:27

Nýr bátur í flota Hólmvíkinga

bb.is:

Bátarnir Hlökk ST og Herja ST í höfninni á Hólmavík. Ljósm: Jón Hallfreður Halldórsson.
Bátarnir Hlökk ST og Herja ST í höfninni á Hólmavík. Ljósm: Jón Hallfreður Halldórsson.

Nýr bátur, Herja ST, hefur bæst í flota Strandamanna. Það er útgerðarfélagið Hlökk ehf., sem keypti bátinn en fyrir átti félagið krókaaflamarksbátinn Hlökk ST. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Bryndísar Sigurðardóttur og Ingvars Þórs Péturssonar. Mikil ánægja er með útgerðina á Ströndum og var Ingvar m.a. tilnefndur sem Strandamaður ársins 2010 vegna þessa. Á síðasta ári festi útgerðin kaup á nýju húsnæði á Hólmavík. Herja ST er Cleopatra 31 og var smíðuð af fyrirtækinu Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn er útbúinn fyrir netaveiðar og er með grásleppuleyfi og verður því væntanlega gerður út á grásleppu í vor.