09.03.2011 08:40

Þyrlan fann draugaprammann

visir.is:

Þyrlan fann draugaprammann

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fann aftur draugaprammann, sem er á reki vestur af Snæfellsnesi, þegar þyrlan flaug þar yfir síðdegis í gær. Varðskip kom nokkru síðar á vettvang, en vegna ölduhæðar var ekki hægt að senda menn yfir á prammann, til þess að koma böndum á hann. Það verður reynt í birtingu. Pramminn er úr stáli og stafar  skipum og bátum hætta af honum þar sem hann sést ekki í ratsjá. Ekkert er vitað um uppruna prammans