08.03.2011 19:42

Eldur um borð í Sturlu GK

grindavik.is

Eldur kviknaði í nótt um borð í Sturlu GK 12 sem Þorbjörn hf. gerir út þar sem báturinn lá við Viðlagabryggjuna. Ekki varð eldsins vart fyrr en skipverjar komu í morgun um borð þegar átti að fara að landa úr bátnum en hann kom til hafnar í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði í gangi á milli vélar og íbúða í skipinu en slökknaði af sjálfu sér en tjón er töluvert.

Slökkviliðið var því aldrei kallað á vettvang. Talið er að skipið verði einhvern tíma frá veiðum vegna þessa.


     1272. Sturla GK 12 © mynd af vefsíðunni grindavik.is