07.03.2011 22:00

Um borð í Jónu Eðvalds SF

Eins og ég sagði frá fyrr í dag, lét Svafar Gestsson mig hafa mikinn slatta af myndum, er ég heimsótti hann um borð í morgun. Myndir þessar eru frá lífinu um borð, af öðrum skipum, landslagi o.fl. allt mjög skemmtilegar myndir þó hver á sinn máta.
Núna í kvöld birti ég myndir teknar um borð í Jónu Eðvalds, fyrst að skipsfélögunum við ýmis störf og síðan af veiðarfærum og loðnu.
Þessar 8 myndir sem birtast nú af mannskapnum, eru langt í frá tæmandi, því fleiri myndir eiga eftir að birtast, en af þessum 8 myndum nú eru aðeins þrjá nafngreindar, en hinar ekki. Gjörið þið svo vel, nú hefst veisla sú sem Svafar hefur boðið okkur upp á og verður til sýnist nú um tíma í bland við annað efni.


                                                                Stebbi


                                                  Drammerinn


                                                         Jökull og Kiddi










             Um borð í 2618. Jónu Eðvalds SF 200 © myndir Svafar Gestsson, 2011