07.03.2011 21:00
Anna og Polesie
Sökum veðurs hafa þrjú flutningaskip verið ýmist í Keflavíkurhöfn eða fyrir utan hana og samkvæmt því sem sagt er frá á AIS eru þau í raun bara í Keflavík veður síns vegna, en hvorki taka þar farm né losa.
Við bryggju er Hav sund sem á að fara að Reykhólum, þá hefur Polesie legið í nokkra daga, en það var að losa á Grundartanga og fór eftir hádegi í dag áleiðis til Noregs. Í nótt bættist við Anna, sem samkvæmt AIS var á leið yfir Faxaflóa þegar því var snúið við og mun eiga að fara á Hornafjörð.
Síðdegis í dag fóru bæði Anna og Hav sund úr Stakksfirði og yfir á næsta áfangastað.


Anna

Anna og Polesie, á Stakksfirði í morgun © myndir Emil Páll, 7. mars 2011
Við bryggju er Hav sund sem á að fara að Reykhólum, þá hefur Polesie legið í nokkra daga, en það var að losa á Grundartanga og fór eftir hádegi í dag áleiðis til Noregs. Í nótt bættist við Anna, sem samkvæmt AIS var á leið yfir Faxaflóa þegar því var snúið við og mun eiga að fara á Hornafjörð.
Síðdegis í dag fóru bæði Anna og Hav sund úr Stakksfirði og yfir á næsta áfangastað.


Anna

Anna og Polesie, á Stakksfirði í morgun © myndir Emil Páll, 7. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
