07.03.2011 14:15

Ég þakka fyrir mig, fór ekki tómhentur frá borði

Í morgun fór ég í heimsókn um borð í Jónu Eðvalds SF 200 sem er í Helguvík, raunar í löndunarbið, þar sem verið var að landa úr Vilhelm Þorsteinssyni EA og síðan var Ásgrímur Halldórsson næstur í röðunni og eftir honum kemur að Jónu Eðvalds. Tilgangurinn með heimsókninni var að hitta upp á góðan vin minn og um leið öflugan ljósmyndara sem sent hefur mikið af skemmtilegum myndum hingað á síðuna. Hér á ég auðvitað við Svafar Gestsson vélstjóra.
Eftir skemmtilegt spjall, kaffiveitingar og nýbakaðar kleinur frá kokkinum, bruðum við okkur aðeins upp í bæ og síðan um borð aftur. En frá borði fór ég svo sannarlega ekki tómhentur, því Svafar lét mig hafa góðan slatta af myndum sem hann hefur tekið í vetur og ég ekki birt. Myndaefnið eru loðnuveiðar, netabátar, landslag eins og Reykjanesið og Eldey og margt fleira skemmtilegt sem við eigum eftir að njóta hér á síðunni.
                                  - Sendi ég því kærar þakkir til Svafars og kokksins.-




                            2618. Jóna Eðvalds SF 200, í Helguvík í morgun


      Svafar Gestsson við hlið Jónu Eðvalds í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 7. mars 2011