06.03.2011 13:04
Myndaveisla frá Stakksfirði, Leiru og Helguvík
Áhugamenn um skip og báta í Keflavík og nágrenni fengu sannarlega eitthvað til að gleðjast yfir í morgun. Því sökum brælunnar þá voru óvenjumörg skip nálægt landi, svo og önnur að landa eða gera eitthvað annað í landi. Þarna mátti sjá loðnuveiðiskipin Eriku, Vilhelm Þorsteinsson, Ásgrím Halldórsson, Aðalstein Jónsson, Jónu Eðvalds og flutningaskipin Hav sund og Polesie
Erika var að landa í Helguvík og fljótlega kom Vilhelm Þorsteinsson þangað líka og síðan bættist Ásgrímur Halldórsson við í víkina, hvort sem hann var að sækja vatn eða landa veit ég ekki. Aðalsteinn Jónsson skaust með mann inn í Keflavík og þar var Hav sund við bryggju. Úti á Stakkfirðinum liggur Polesie, sem virðist vera tómt eftir að hafa losað á Grundartanga. Utar mátti sjá Jónu Eðvalds, en svo er nær dró hádegin kom hún upp að landinu neðan við golfvöllinn í Leiru.
Myndir af öllum þessum skipum mun ég birta í dag, í bland við aðrar myndir, kvöld og eins eftir miðnætti.

Polesie og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd Emil Páll, 6. mars 2011
Erika var að landa í Helguvík og fljótlega kom Vilhelm Þorsteinsson þangað líka og síðan bættist Ásgrímur Halldórsson við í víkina, hvort sem hann var að sækja vatn eða landa veit ég ekki. Aðalsteinn Jónsson skaust með mann inn í Keflavík og þar var Hav sund við bryggju. Úti á Stakkfirðinum liggur Polesie, sem virðist vera tómt eftir að hafa losað á Grundartanga. Utar mátti sjá Jónu Eðvalds, en svo er nær dró hádegin kom hún upp að landinu neðan við golfvöllinn í Leiru.
Myndir af öllum þessum skipum mun ég birta í dag, í bland við aðrar myndir, kvöld og eins eftir miðnætti.

Polesie og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd Emil Páll, 6. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
