03.03.2011 14:45

Haukur - skúta

Smíðað sem fiskiskip, breytt síðan í farþegaskip fyrir 46 farþega og loksins gert að skonnortu


                   1292. Haukur © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson í júli 2007

Smíðanúmer 44 hjá Bátastöð Jóns Ö. Jónassonar, Gelgjutanga, Reykjavík, árið 1973, eftir teikningu Jóns Ö. Jónassonar

Var úreldur í sept. 1994 og gengið frá sölu úr landi 30. júní 1995. Sú sala gekk til baka og var bátnum þá breytt í farþegaskip og endurskráður sem slíkur í maí 1996. Breytingarnar fór fram á Akureyri 1996-97 og voru síðasta verkefni Bátastöðvar Jóns Ö. Jónassonar. Eftir það var hann orðinn 46 farþega skip og 2001 var honum breytt í seglskip (skonnortu) á Húsavík af Halli Guðlaugssyni frá Fáskrúðsfirði.

Nöfn:  Sigurður Baldvin KE 22, Jakob Valgeir ÍS 84, Haukur ÍS 195 og núverandi nafn: Haukur.