02.03.2011 23:00
Höfrungur AK
Það eru margir sem hafa litið þennan bát, ef bát er hægt að kalla, þar sem hann stendur uppi í slippnum á Akranesi. Fyrir þá sem muna ekki hvernig hann leit út, bendi ég á að í morgun birti ég mynd af honum, í Grindavíkurmyndunum og þar hét hann Harpa GK 111.



597. © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
Smíðaður á Akranesi 1955.
Báturinn var seldur til Portúgal 14. okt. 1986, en fór aldrei úr landi, heldur lá í Hafnarjarðarhöfn og eins stóð hann uppi í Skipasmíðastöðinni Dröfn og var síðan fluttur að bryggju Norma hf., í Garðabæ, til geymslu áður en hann færi út þar sem breyta átti honum í skemmtiskip, en aldrei fór hann úr landi. Frá 1995. hefur hann staðið uppi í slippnum á Akranesi og hefur síðustu árin verið nánast talinn ónýtur.
Nöfn: Höfrungur AK 91, Harpa GK 111 og Harpa II GK 101



597. © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
Smíðaður á Akranesi 1955.
Báturinn var seldur til Portúgal 14. okt. 1986, en fór aldrei úr landi, heldur lá í Hafnarjarðarhöfn og eins stóð hann uppi í Skipasmíðastöðinni Dröfn og var síðan fluttur að bryggju Norma hf., í Garðabæ, til geymslu áður en hann færi út þar sem breyta átti honum í skemmtiskip, en aldrei fór hann úr landi. Frá 1995. hefur hann staðið uppi í slippnum á Akranesi og hefur síðustu árin verið nánast talinn ónýtur.
Nöfn: Höfrungur AK 91, Harpa GK 111 og Harpa II GK 101
Skrifað af Emil Páli
