02.03.2011 17:00

Eru að framleiða a.m.k. 7 nýja báta auk lítilla báta

Þeir kvarta ekki yfir verkefnaskorti hjá Bláfelli á Ásbrú. Því þar eru nú í smíðum eða hafa verið pantaðir einir sjö bátar, auk þess sem svonefndar jullur eru einnig í framleiðslu. Jullurnar eru í raun Sómi 600, en hinir bátarnir eru af gerðinni Sómi 700-990 og eiga þrír þeirra að verða tilbúnir fyrir upphaf strandveiðitímabilsins í vor, auk þess sem í gær kom vél og annar tækjabúnaður í bát sem búið er að steypa að mestu upp.


    Ein snjóug Julla, sem í raun er Sómi 600 og er búinn þ.e. tilbúinn til afhendingar en gert er ráð fyrir utanborðsmótor á þessum bátum


          Nú verður hafist handa við að setja niður vélina og annan tækjabúnað svo og að ganga frá þessum báti






   Þrátt fyrir að búið sé að stækka við húsnæðið, hefur verið fjölgað í starfsliðinu enda nánast unnið um allt hús © myndir Emil Páll, 2. mars 2011