01.03.2011 22:00
Jonna SF 12 og Óskar Halldórsson RE 157

1427. Jonna SF 12 (trébáturinn) og 962. Óskar Halldórsson RE 157, í Reykjavíkurhöfn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, trúlega 1996.
962: Smíðanúmer 1217 hjá Scheepswerf De Beer N.v. Zaandam, Hollandi 1964, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur Noregi 1967. Yfirbyggður 1975.
Fyrsti hluti breytinga úr fiskiskipi yfir í skuttogara voru framkvæmdar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1980.
Árið 2006 var búið að framkvæma það miklar breytingar á bátnum að það eina sem eftir var frá upphafi voru upphleyptir stafir RE 157 að framan og ZZ sem stefnismerki.
Breytt í flutningaskip í mars 2010.
Fór í pottinn til Belgíu í okt. 2010 og dró með sér 168. Aðalvík SH 443.
Nöfn: Óskar Halldórsson RE 157, Gestur SU 160, Votaberg SU 10, Aldey ÞH 380, Óskar ÞH 380 og Óskar RE 157.
1427: Smíðanúmer 9 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd,eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og afhentur í júlí 1975.
Fórst austur af Skarðsfjöruvita 13. október 1996 ásamt þremur mönnum.
Nöfn: Árni ÓF 43, Sigurþór GK 43, Vala ÓF 2, Skagaröst KE 70, aftur Vala ÓF 2, Vala KE 70, Bára Björg HU 27 og Jonna SF 12.
Skrifað af Emil Páli
