01.03.2011 22:00

Jonna SF 12 og Óskar Halldórsson RE 157


   1427. Jonna SF 12 (trébáturinn) og 962. Óskar Halldórsson RE 157, í Reykjavíkurhöfn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, trúlega 1996.

962:
  Smíðanúmer 1217 hjá Scheepswerf De Beer N.v. Zaandam, Hollandi 1964, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur Noregi 1967. Yfirbyggður 1975.

Fyrsti hluti breytinga úr fiskiskipi yfir í skuttogara voru framkvæmdar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1980.

Árið 2006 var búið að framkvæma það miklar breytingar á bátnum að það eina sem eftir var frá upphafi voru upphleyptir stafir RE 157 að framan og ZZ sem stefnismerki.

Breytt í flutningaskip í mars 2010.

Fór í pottinn til Belgíu í okt. 2010 og dró með sér 168. Aðalvík SH 443.

Nöfn:  Óskar Halldórsson RE 157, Gestur SU 160, Votaberg SU 10, Aldey ÞH 380, Óskar ÞH 380 og Óskar RE 157.

1427: Smíðanúmer 9 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd,eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og afhentur í júlí 1975.

Fórst austur af Skarðsfjöruvita 13. október 1996 ásamt þremur mönnum.

Nöfn: Árni ÓF 43, Sigurþór GK 43, Vala ÓF 2, Skagaröst KE 70, aftur Vala ÓF 2, Vala KE 70, Bára Björg HU 27 og Jonna SF 12.