28.02.2011 10:00
Sjómaður fórst í gærkvöldi
Grænlenskur sjómaður af grænlensku loðnuveiðiskipinu Eriku, drukknaði, eftir að hann féll fyrir borð í vonsku veðri út af Malarrifi á Snæfellsnesi í gærkvöldi.
Skipstjórinn óskaði þegar eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en svo vel vildi til að önnur þyrlan var við æfingar fyrir vestan og hin var send frá Reykjavík.
Áhöfn annarrar þyrlunnar tóks við mjög erfiðar aðstæður að ná sjómanninum um borð í þyrluna, en hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.
Erika sem er eina grænlenska loðuveiðiskipið hér við land, er mannað Íslendingum og Grænlendingum. Kom það til Helguvíkur í nótt og er lögreglan á Suðurnesjum að taka skýrslu af áhöfninni.

Erika, við bryggju í Helguvík, í morgun © mynd Emil Páll, 28. feb. 2011
Skipstjórinn óskaði þegar eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en svo vel vildi til að önnur þyrlan var við æfingar fyrir vestan og hin var send frá Reykjavík.
Áhöfn annarrar þyrlunnar tóks við mjög erfiðar aðstæður að ná sjómanninum um borð í þyrluna, en hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.
Erika sem er eina grænlenska loðuveiðiskipið hér við land, er mannað Íslendingum og Grænlendingum. Kom það til Helguvíkur í nótt og er lögreglan á Suðurnesjum að taka skýrslu af áhöfninni.

Erika, við bryggju í Helguvík, í morgun © mynd Emil Páll, 28. feb. 2011
Skrifað af Emil Páli
