28.02.2011 07:48

Af loðnumiðumum í gær

Hér eru  myndir frá deginum í gær í Faxaflóanum sem Svafar Gestsson tók og sendi mér og fylgdi með þetta:. Veðrið er búið að vera að gera öllum loðnuflotanum óhagstætt s.l. daga en um hádegi í gær rofaði aðeins til þó svo að veðrið væri langt í frá að vera gott til veiða og sumir að sprengja eða rífa næturnar. Við náðum góðum 2 fyrstu köstunum og 2 lélegum en höfðum uppúr krafsinu um 1200 tonn sem við erum á leið með til Hafnar. Og verðum þar um miðnætti í kvöld. - Mun ég birta myndirnar í nokkrum syrpum nú með morgninum.  - Sendi ég Svavari kærar þakkir fyrir.


                                                        Jón og Kristinn


     Ingi og Stinni, um borð í Jónu Eðvalds SF © myndir Svafar Gestsson, 27. feb. 2011