27.02.2011 23:01
Dala-Rafn VE 508

1433. Dala-Rafn VE 508 á siglingu í Reykjavík © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 1998
Skuttogari með smíðanúmer 71 hjá Storviks Mek. Verksted A/S í Kristiansund, Noregi 1975
Var fyrsti togarinn sem Hornfirðingar eignuðust og kom til heimahafnar sinnar 16. júní 1975.
Vestmannaeyjabær neytti forkaupsréttar á skipinu eftir að það hafði verið selt frá Eyjum til Grindavíkur og var búið að skrifa undir kaupsamning við Þorbjörn hf.
Seldur úr landi til Færeyja i des. 2002.
Fór síðan í niðurrif til Danmerkur í lok janúar 2011. Lagði dráttarbáturinn Thor Goliath af stað með togarann frá Hvalba í Færeyjum 17. jan. 2011 til Danmerkur.
Nöfn: Skinney Sf 20, Sindri VE 60, Dala-Rafn VE 508, DalaRafn og Sjagaklettur TG 102
Skrifað af Emil Páli
