27.02.2011 22:00
Hornsund ex Skagfirðingur, Bergvík og Júlíus Geirmundsson

Hornsund GDY 153, í höfn í Tromsö í Noregi 1996, sem er ári áður en skipið var sett á skrá að nýju © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
Skuttogari með smíðanúmer 109 hjá Flekkifjord Slipp & Maskinfabrikk, Flekkefjord Noregi 1972.
Skipið var selt úr landi upp í nýtt skip í jan. 1979, en Alþingi heimilaði 30. mars 1979 innflutning á því að nýju og því var það í raun aldrei afhent í þetta skipti til Noregs.
Eftir síðari sölu til Noregs 22. sept. 1992, var það úrelt þar og lagt í október 1992. Selt síðan til Póllands og sett aftur á skrá að nýju í sept. 1997.
Nöfn: Júlíus Geirmundsson ÍS 270, Bergvík KE 22, Skagfirðingur SK 4, Skagfirðingur ( í Noregi) og núverandi nafn: Hornsund GDY 153
Skrifað af Emil Páli
