27.02.2011 15:24
Goðafoss fer í slipp til Danmerkur

Goðafoss, á strandstað © mynd Guðjón Ólafsson, 20. feb. 2011
Morgunblaðið greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að Goðafoss fari í slipp til Danmerkur. Hefur mbl.is þetta eftir Ólafi William Hand, upplýsingafultrúa Eimskips. Goðafoss sé ætlað að sigla fyrir eigin vélarafli í fylgd lóðsbáta en sem kunnugt er strandaði skipið í Oslóarfirði þann 17. febrúar síðastliðinn.
Að sögn Ólafs er búið að fjarlægja alla gáma úr skipinu og verða þeir fluttir til Íslands fljótlega. Reiknað er með að viðgerð á skipinu taki um tvær vikur. Stærstum hluta olíu skipsins hefur verið dælt úr því en olían á þó að duga til að koma því til hafnar í Danmörku.
