27.02.2011 11:00

Sigurður RE 4 á sumarloðnu






         183. Sigurður RE 4, á sumarloðnu við Jan Mayen © myndir Magnús Þór Hafsteinsson, 23. júlí 1993.

Smíðaður í Bremenhaven, Vestur-þýskalandi 1960 sem botnvörpungur (síðutogari), yfirbyggður og breytt úr botvörpungi í fiskiskip 1978. Fyrstu árin eftir þá breytingu var skipið notað eins og hvert annað fiskiskip, en síðan varð það eingöngu nótaskip.

Vetrarvertíðina 1982 var skipið gert út af Hraðfrystistöðinni í Keflavík og varð þá stærsta fiskiskipið sem gert hefur verið út frá Keflavík, auk þess sem það var þá stærsta netaskipið í heiminum.

Frá upphafi hefur það alltaf borið nafnið Sigurður, en var fyrst ÍS 33, síðan  RE 4 og er nú VE 15.