27.02.2011 08:15

Fjöldi loðnubáta á Stakksfirði í gærmorgun

Óvenjulega mörg loðnuveiðiskip voru á Stakksfirði eða í Helguvík í morgun, ýmist í vari, við vinnslu eða að landa. Sjá máttu skip eins og Júpiter bæði þann íslenska og þann færeyska, Fagraberg, Vilhelm Þorsteinsson, Hákon og Huginn og sjálfsagt einhverja fleiri.

Síðustu nótt voru þeir enn fleiri, en fóru út áður en birti.


        2407. Hákon EA 148, á Stakksfirði í gærdag, hann var þó ekki í vari, heldur að vinna loðnu um borð © mynd Emil Páll, 26. feb. 2011