26.02.2011 21:00

Axel og Hákon

Flutningaskipið Axel sést hér skríða inn Stakksfjörðinn og fram hjá Hákoni EA, en þar um borð eru menn að vinna loðnu í frystingu.




    Hér sjáum við flutningaskipið Axel á leið inn Stakksfjörð með stefnuna á Njarðvík í dag og er hann þarna að sigla fram hjá 2407. Hákon EA 148 sem er á reki, enda skipverjar í óðaönn að fyrsta loðnu um borð eða jafnvel kreista hrogin úr henni og frysta þau.
Það er af Axel að segja að það var virkilega gaman að sjá hann sigla til hafnar í Njarðvík, þar sem hann þurfti engan hafnsögumann, enda er skipstjórinn Njarðvíkingurinn Jón Magnússon, fæddur og uppalinn við sjóinn í Njarðvik og þekkir því innsiglinguna eins og puttana á sér. Aðfaranótt mánudagsins birti ég myndasyrpu sem ég tók af skipinu koma til Njarðvíkur, en á þeim sést eins og þessum hér fyrir ofan mismunandi birtuskilyrði, ýmist snjókoma, eða ekki og sólin ýmist á móti eða með manni og því verða menn að skoða myndirar með það fyrir augum. © myndir Emil Páll, 26. feb. 2011